Wednesday, September 29, 2010

Vettlingar

Ég var að klára þessa litskrúðugu vetlinga á yngri soninn :) Þeir eru prjonaðir úr garni sem heitir Labbetuss raggegarn sem ég fékk í Euoropris. Það er blanda af ull, nylon og acryl. (60%ull)
Ég fór ekki eftir neinni uppskrift, en notaði prjóna númer 3,5.


Svona prjónaði ég þá :

Fitjið upp 40 lykkjur og skiptið þeim á 4 prjóna (10 lykkjur á hvern) prjónið stroff (slétt og brugðið) í 22 umferðir. Svo slétt í 8 umferðir. Á hægri vettling prjónarðu svo 2 lykjur af fyrsta prjóni og prjónið svo 4 lykkjur í öðrum lit. Setjið þær svo strax aftur á vinstri prjóninn og prjónið þær aftur með sama garni og vettlingarnir eru prjónaðir úr. Prjónið svo venjulega út umferðina.
Á vinstri vettling prjónarðu þar til 6 lykkjur eru eftir á fjórða prjóni. Prjónar þá 4 lykkjur í öðrum lit. Setjið þær svo strax aftur á vinstri prjóninn og prjónið þær aftur með sama garni og vettlingarnir eru prjónaðir úr.

Svo prjónið þið 12 umferðir slétt og takið svo úr þanig:

Prjónn 1. takið eina óprjónaða lykkju yfir á hægri prjón, prjónið eina lykkju og steypið svo óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu. prjónið út prjóninn.
Prjónn 2. prjónið þar til tvær lykkjur eru eftir á prjóninum og prjónið þær saman.
Prjónn 3. takið eina óprjónaða lykkju yfir á hægri prjón, prjónið eina lykkju og steypið svo óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu. prjónið út prjóninn.
Prjónn 4. prjónið þar til tvær lykkjur eru eftir á prjóninum og prjónið þær saman.

Svo prjóna ég tvær sléttar umferðir og tek úr aftur alveg eins og ég gerði áður.

Svo prjóna ég eina umferð og tek svo úr í hverri umferð. En áður en ég fer að taka úr í hverri umferð þá skipti ég yfir í bláann lit. Þegar það eru svo 8 lykkjur eftir slikki ég garnið dreg spottann í gegnum lykkjurnar sem eftir eru á prjónunum.

Þegar þumallinn er gerður (með bláum lit) þá er aukabandið tekið úr lykkjunum og þær settar á tvo prjóna. (4 lykkjur á hvorn prjón) svo takið þið líka upp tvær lykkjur við sinnhvorn endann svo að ekki myndist gat við þumalinn. Samtals ertu þá með 6 lykkjur á hvorum prjóni eða 12 lykkjur allt í allt. Prjónið svo 10 umferðir slétt. Svo prjónið þið tvær lykkjur saman í byrjun og enda hvors prjóns í næstu umferð og svo tvær og tvær saman í síðustu umferðinni. Klippið svo garnið frá dragið garnið svo í gegnum lykkjurnar sem eftir eru á prjónunum.

Gangið vel frá ölum endum.

Góða skemmtun :)

Lambhúshetta

Ég var að enda viðað prjóna þessa lambhúshettu fyrir eldri son minn. Svo á ég eftir að prjóna svona á þann yngri líka ;) Uppskriftin er hér til hliðar undir "fríar uppskriftir" og heitir Lambhúshetta frá Tinu. Hún er þykk og góð, prjónuð með klukkuprjón.

Ég notaði smart garn og prjóna númer 2 og 3,5.

Það er líka mjög flott að hafa hana í fleiri litum :)


Hérna kemur svo mynd að syninum með lambhúshettuna.