Thursday, November 17, 2011

Hermannabuxur.

Ég veit, ég veit, þetta á að vera PRJÓNABLOGG hjá mér, en mig langaði samt svo að sýna ykkur buxurnar sem ég var að SAUMA á strákana mína :) Ég saumaði á þá hermannabuxur í gær, og þeir voru svona líka ótrúlega ánægðir með þær :) Skoppuðu glaðir í bragði inn á leikskólann sinn í morgunn í nýju hermannabuxunum sínum ;)

Hér koma svo myndir af þeim í buxunum.

Steinar Örn í sínum buxum :)


Bjarki Þór í sínum buxum :)


STÓRT knús :)

Heimalitað garn :)

Í gær var ég að prufa nýja aðferð til að lita garn með Cool Aid. Ég tók myndir af ferlinu og hérna koma þær :)


Ég byrjaði á því að blanda 3 liti af kool aid.


Setti í klakabox og frysti. Garnið sem ég notaði var Merino Blend Chunky sem ég keypti í rúmfatalagernum.


Ég losaði dokkurnar og vatt þær svona upp. Ég vafði bara garninu utan um stólbak og batt það svo saman á tveim stöðum, svo að það færi ekki í flækju í ferlinu :)


Svo setti ég garnið í eldfast mót og raðaði klökunum ofan á það.


Setti álpappír yfir og inn í ofn. 150 c°hita og blástur.



Þegar ég kíkti 20 mínútum seinna, þá voru klakarnir bráðnaðir og vatnið algjörlega gufað upp og garnið varla búið að litast. Þannig að ég setti fleiri klaka á og hellti c.a. 3 glösum af vatni yfir garnið. Þannig að það var vel blautt í gegn.


Eftir c.a. 20-30 mínútur í viðbót var garnið orðið litað og vatnið orðið alveg glært. Þá tók ég eldfasta mótið og setti í sturtubotninn hjá mér og skolaði úr garninu fyrst með köldu vatni.


Og svo skolaði ég með heitu vatni.



Svo lét ég garnið þorna á ofninum.



Og endaði á að vefja garninu upp í hnykla.

Ég var bara sátt við útkomuna og ætla að prjóna vettlinga á strákana mína úr þessu. ( því að strákar eiga víst eldrei OF mörg pör af vettlingum). Ég er að hugsa um að nota líka endurskins band í vettlingana svo að þeir sjáist vel í myrkrinu í vetur :)

Endilega prufið að lita garn, það er MJÖG auðvelt og alveg ótrulega gaman. Og skemmtilegast er auðvitað að prjóna úr því og sjá hvernig liturinn og munstrið kemur út :)

Ég set svo inn mynd af vettlingunum þegar ég er búin með þá :)

Góða skemmtun :)

Wednesday, November 16, 2011

Sætur barnakjóll :)

Ég var að finna uppskrift af þessum sæta kjól :) Kannski ég eigi eftir að prjóna hann einhverntíman á litlu skottuna mína :) Uppskriftin er hér. Og svo set ég hana líka hér til hliðar undir "prjónaupksriftir :)

Friday, November 11, 2011

Prinsessan komin með smekkinn sinn :)

Ég var búin að segja aðég ætlaði að setja inn mynd af dótturinni með smekkinn sem ég heklaði á hana... Hér kemur myndin :) Smekkinn er mjög auðvelt að hekla og uppskriftin af honum er hér til hliðar undir "hekl uppskriftir"




Svo langar mér til að minna ykkur á facebook síðuna mína, en þar er ég að selja prjónamerki sem ég bý til, prjónauppskriftir eftir mig og tölur. (Fleiri tegundir af tölum eru reyndar á leiðinni) Svo er aldrei að vita nema að það bætist í vöruúrvalið einhverntíman....

http://www.facebook.com/perluprjon

Friday, November 4, 2011

Magic loop :)

Ég er búin að ætla mér mjög lengi að læra að prjóna tvo hluti á einn hringprjón... Í gær lét ég loksins verða að því. Það vill oft vera þannig að maður miklar hlutina svoldið fyrir sér og ég hélt einmitt að þetta væri alveg hrikalega flókið. En svo þegar ég var byrjuð, þá var þetta bara ekkert mál !!! Ég notaði bara þetta myndband hér. Og í gærkvöldi kláraði ég að ganga frá vettlingunum sem ég prjónaði á eldri strákinn minn. Ég held að ég hafi aldrei verið jafn fljót að prjóna eitt vettlingapar. Þannig að þetta er bæði fljótlegra og skemmtilegra, svo ég tali nú ekki um að eiga ekki hinn vettlinginn eftir þegar þú ert búin með annan :)

Hér koma svo nokkrar myndir af ferlinu :)



Búin með tvær umferðir, með myndbandið til hliðsjónar :)


Komin að þumlum :)



Komið að úrtökunni.


Og vettlingarnir tilbúnir. Og frumburðurinn fór glaður í leikskólann með nýju vettlingana sína :)

Friday, October 28, 2011

Meira hekl :)

Prinsessan á heimilinu á svo æðislega sætann fjólubláann kjól sem hún fékk í sængurgjöf og mér fannst verða að vera fjólublár slefsmekkur við kjólinn. Ég brá á það ráð að prufa að hekla handa henni smekk. Ég notaði uppskrift sem er hér til hliðar---- > á síðunni. Garnið keypti ég í söstrene grene og heklunálin var númer 3,5.

Hér er svo mynd af smekknum, en mynd af dömunni set ég seinna inn, en ég náði ekki að taka af henni mynd þegar hún var í kjólnum með nýja fína smekkinn sinn, en ég geri það næst þegar hún verður í honum :)

Monday, October 24, 2011

Prjónamerki

Mig langar svo að sýna ykkur prjónamerki sem ég er að búa til og selja. Þau eru flest öll gerð úr postulíni og glerperlum en sum eru líka gerð úr plastperlum. Prjónamerkin er ég að selja á þessari síðu: www.facebook.com/perluprjon

Og hér er svo mynd af einni gerðinni.



Það er ekki svo langt síðan ég byrjaði að nota prjónamerki og núna þegar ég er komin upp á lagið, þá get ég ekki verið án þeirra ;) Og ég ELSKA að nota falleg prjónamerki :) Hvernig líst ykkur svo á merkin mín ?

Wednesday, October 5, 2011

Húfa úr yndislega angórugarninu :)

Jæja, nú er ég búin að prjóna húfu úr yndislega mjúka angórugarninu sem ég keypti í Garnbúð Gauju. Þetta garn er algjört æði það er svo mjúkt og fallegt. En svo notaði ég líka rasmillas yndlingsgarn sem ég keypti líka hjá Gauju í Mjóddinni. En það er blanda af ull og bómull, ótrúlega mjúkt og drjúgt garn !!! Ég notaði bæði yndlingsgarnið og angóruna tvöfalt og prjóna númer 4 og það dugði ein dokka af angórugarninu, en af rasmillas garninu á ég eflaust nóg eftir til að prjóna 50 húfur til viðbótar ;) En fyrst ég er að tala um garnbúð Gauju, þá verð ég bara að segja hvað mér finnst alltaf gaman að koma þar inn !!! Konurnar þar eru alltaf jafn almennilegar og svo er líka svo gaman að spjalla við þær um prjónaskapinn :) Mæli með þeim ;)

Ég fékk uppskrift af húfunni þegar ég keypti garnið, en ég þurfti auðvitað að breyta uppskriftinni aðeins, en það virðist loða eitthvað við mig að breyta alltaf uppskriftunum sem ég fer eftir. Ég semsagt breytti úrtökunni aðeins og eyrunum líka. Svo setti ég reyndar líka garðaprjónskant neðst á húfuna, sem var ekki í uppskriftinni....

En hér kemur svo útkoman :)


Og svo að lokum litla snúllan með nýju, mjúku húfuna sína :)


Tuesday, September 13, 2011

Frikki froskur :)

Ég fór í smá garnleiðangur í gær og rakst þá á riiisastóra dokku af grænu ACRÝL garni, og ég sem aldrei prjóna úr acrýl. Mér fannst liturinn svo flottur og svo þegar ég fór að skoða dokkuna, þá sá ég að innan í miðanum sem var utanum garnið var uppskrift af þessum sæta froski. Ég semsagt keypti dokkuna og gat auðvitað ekki beðið eftir að prófa að hekla hann og hér er útkoman. Ég hef aldrei heklað eftir uppskrift og hvað þá á ensku. En svo var þetta bara ekkert mál.
Froskurinn fer á góðann stað, en það er búið að panta hann hjá mér. ( Hjördísi systir fannst hann svo flottur, og hana langaði í hann) Svo að þessi fer til hennar. Svo er búið að panta tvo aðra hjá mér, því að synirnir sáu hann á stofuborðinu mínu þegar þeir komu heim af leikskólanum í dag og voru fljótir að leggja inn pöntun.

En hér kemur svo Frikki froskur :)


Wednesday, August 24, 2011

Lambhúshettur á leikskólann :)

Jæja, strákana vantaði lambhúshettur fyrir leikskólann í vetur. Ég fann þessa æðislegu uppskrift í bókinni fleiri prjónaperlur og ákvað að prufa að prjóna svoleiðis. Reyndar var uppskriftin bara gefin upp fyrir eina stærð og úr kambgarni, þannig að ég notaði annað garn, smart úr rúmfó, prjóna númer 4 og notaði sama lykkjufjölda, en svo gerði ég þær bara lengri en sagt er í uppskriftinni. Það kom bara þokkalega vel út og hetturnar passa svona líka ferlega vel á strákana :)

Sniðið finnst mér svo gott, vegna þess að húfurnar liggja svo vel að andlitinu og eru ekki að fara ofan í augu og af eyrunum.

En allavega, hér koma svo myndir af lambhúshettunum.

Steinar Örn ( 3 ára ) með sína lambhúshettu :)




Bjarki Þór ( 5 ára ) með sína lambhúshettu :)



Og svo kemur ein mynd af lambhúshettunum.

Thursday, August 18, 2011

Strákarnir komnir í hvala-peysurnar sínar :)

Jæja, strákarnir fóru í nýju peysunum sínum í leikskólann í morgunn. Þeir voru svo ánægðir með þær, eins og reyndar með allt sem ég prjóna á þá. Þeir eru alltaf jafn spenntir þegar ég er að prjóna eitthvað á þá og fylgjast vel með og spurja reglulega hvort ég sé búin eða hvort ég sé núna að prjóna seinni ermina og svo framveigis :)

En þeir voru allavega MJÖG ánægðir með nýju peysurnar sínar í morgunn.

Og hér koma svo myndir af þeim í þeim.


Algjörir töffarar :)



Meira en lítið ánægðir með peysurnar sínar :)



Það er nú ekki hægt að vera OF lengi í myndatöku án þess að leika sér aðeins ;)


Wednesday, August 17, 2011

Hvalapeysur

Ég prjónaði þessar tvær peysur á strákana mína sem eru 3 og 5 ára. Sá eldri var að skoða prjónabækurnar mínar þegar hann sá þessa peysu og bað mig um að prjóna hana :) Sá yngri vill alltaf vera eins og stóri bróðir, þannig að auðvitað gerði ég á þá báða. Þær verða fínar í leikskólann í vetur :)


Hér er svo ein mynd af munstrinu :)


Ég notaði léttlopa og prjóna Nr. 4 og uppskriftin er úr bókinni "Fleiri prjónaperlur".

Ég set svo kannski seinna inn mynd af strákunum í nýju peysunum sínum :)

Tuesday, June 14, 2011

Litla snúllan mín komin í little sisters kjólinn :)

Jæja, nú er prinsessan á heimilinu farin að passa í kjólinn sem ég prjónaði á hana um daginn :) Ég ákvað því að skella inn einni mynd af henni í kjólnum sínum.
Fyrir ykkur sem langar að prjóna svona kjól þá set ég inn link af uppskriftinni hér til hægri undir "prjónauppskriftir".

Teppið sem litla prinsessan mín liggur á saumaði ég fyrir 19 árum, en þá var ég 14 ára ( Vá hvað mér finnst ég vera gömul þegar ég skrifa "fyrir 19 árum" !!! Mér finnst ég nefnilega ekki vera deginum eldri en 20 ;)

En allavega... hér kemur myndin :)


Thursday, May 26, 2011

Silkihúfan :)

Jæja, þá er ég búin að prjóna silkihúfuna og var bara nokkuð ánægð með árangurinn :) Ég er reyndar búin að prjóna tvær húfur og ég get örugglega prjónað eina eða tvær í viðbót úr sama hnyklinum. Þannig að það er ekki hægt að segja annað en að einn svona hnykill sé mjööög drjúgur :)

En hér kemur svo mynd af einni húfunni.


Og svo ein mynd af dótturinni með nýju mjúku fínu húfuna sína :)



Ég notaði semsagt Maharaja silki sem ég keypti í garnbúð Gauju í Mjóddinni og prjóna númer 2,5.

En svo þar sem að gestagangur um síðuna mína er frekar mikill, eða um 10.000 gestir á mánuði eða fleiri, sem er auðvitað bara ÆÐISLEGT, þá langar mig svolítið til að biðja ykkur um að láta mig vita að þið hafið kíkt hingað inn ;) Það er svo gaman að sjá hverjir kíkja og hvað ykkur finnst um bæði síðuna mína og það sem ég er að setja hérna inn, bæði það sem ykkur finnst gott og líka það sem ykkur finnst miður :)

Endilega kvittið fyrir komuna, það er svo gaman að fá skilaboð frá ykkur.

En það er mjög auðvelt að setja inn komment. Þið bara ýtið á "post a comment" hér fyrir neðan og veljið Name/URL og skrifið nafnið ykkar (eða gælunafn) og smá skilaboð og ýtið á publish your comment :)

Bestu prjónakveðjur, Fríða :)

Thursday, May 12, 2011

LOKSINS.....

....lét ég verða af því að kaupa mér silki :)
Ég er búin að ætla mjög lengi að prufa að prjóna úr silki og fór núna í morgun í Garnbúð Gauju og keypti mér ofsalega fallegt bleikt silkigarn, Og er byrjuðað prjóna húfu á litlu prinsessuna mína :) Svo stóðst ég ekki mátið og keypti ótrúlega fallegt og sjúklega mjúkt angoru garn. Ég féll algjörlega fyrir því :) Ég var að hugsa um að kaupa mér Rasmilla's yndlingsgarn sem er æðislegt ullar/bómullar garn eða Rasmilla's luksusgarn sem er blanda af ull og silki og prjóna húfu og nota angoru garnið með því.
Svo verð ég nú eiginlega að láta það fylgja með hvað ég fékk æðislega góða og persónulega þjónustu hjá henni. Mér finnst alltaf jafn gaman að fara í þessa búð. Og alltaf jafn vel tekið á móti mér :)

En hér er svo mynd af nýja, fallega og mjúka garninu mínu :)



Og hér kemur svo mynd af nýjasta prjónaverkefninu.... Silkihúfan á litlu snúlluna :) Ég hlakka til að klára hana og vona að hún passi á dömuna í sumar :)


Friday, May 6, 2011

Little sisters dress

Ég var eð klára þennan sæta kjól í dag. Mér hefur lengi langað til að prjóna hann og ákvað að láta verða af því núna að prjóna hann á littlu prinsessuna mína sem er rúmlega 2 mánaða. Ég hugsa að kjóllinn fari svo að passa á hana mjög fljótlega :)

Garnið er superwash ullargarn úr rúmfatalagernum. Og prjónar númer 3,5.


Ég heklaði svo þessi blóm og saumaði á kjólinn. En það eru kennsluvideo hér til hliðar sem sýna hvernig á að hekla svona blóm.


Og svo setti ég þessar sætu hjarta tölur sem ég átti til.

Svo bíð ég bara spennt eftir að máta hann á litlu dömuna :) Ég set svo kannski inn mynd af henni þegar hún er komin í kjólinn :)

Tuesday, April 19, 2011

Vettlingar

Yngri strákinn minn vantaði vettlinga svo að ég skellti í par fyrir hann. En það er nú samt bara þannig að þegar ég prjóna á annan strákinn, þá verð ég líka að prjóna á hinn ;) Þannig að ég gerði tvenn pör af vettlingum í sama lit, en ekki alveg eins samt.

Ég notaði merino blend superwash ullargarn og einband saman og prjóna númer 3,5. Og eins og alltaf þegar ég prjóna vettlinga, þá notaði ég enga uppskrift.



Ef ykkur vantar uppskrift af vettlingum, þá er ein uppskrift hér neðar á síðunni. Svo er bara hægt að fjölga lykkjum og hafa þá lengri ef ykkur vantar stærri vettlinga :)

Tuesday, April 12, 2011

Jarðaberja sett

Litlu dóttir minni vantaði vettlinga, svo að ég ákvað að skella í eina vettlinga fyrir hana. Ég notaði afgang af superwash ullargarni sem ég átti í garn-kassanum mínum. Ég notaði prjóna Nr, 2,5 og uppskriftin er bara í höfðinu á mér. Og útkoman var þessi ;)

Svo fannst mér vettlingarnir svo krúttlegir að mér fannst eiginlega verða að vera húfa við þá líka, þannig að ég skellti mér í að prjóna eitt stykki jarðaberja húfu :) Ég notaði sama garn og sömu prjónastærð og uppskriftin af húfunni er líka alfarið í kollinum á mér :)




Svo er hér mynd af settinu saman :)



Og svo að lokum litla bjútíbollan í vettlingunum og með húfuna :)

Ég var ekki lengi með þetta sett, ætli ég hafi ekki verið c.a. 3 kvöld að prjóna það :)

Monday, April 11, 2011

Hjálmhúfa

Ég prjónaði þessa húfu um daginn á dótturina :) Húfan er prjónuð úr æðislega mjúku ullargarni sem var keypt í Hagkaup. Þetta er mjög einföld uppskrift, en húfan er prjónuð í hring og þar af leiðandi þarf ekkert að sauma saman :) Ég var einn dag að prjóna hana :)


Uppskriftina fékk ég í bókinni Garn og Gaman.


Mér fannst litirnir svo mjúkir og æðislegir :)