Wednesday, February 27, 2013

Hello Kitty

Ég á eina litla snúllu sem verður 2 ára á morgun. Ég var að vafra á netinu um daginn, með hana í fanginu þegar ég rakst á mynd af stelpu með hello kitty húfu. Á sinn einlæga og yndislega hátt, bað hún mig um að gera svona húfu handa sér. Ég bráðnaði alveg, því að hún hefur einvhernvegin ekki haft vit á því fyrr að biðja mig um að prjóna eða hekla eitthvað handa sér. Nú eru 3 dagar síðan hún bað mig um húfuna og hún er búin að eignast Hello Kitty húfuna sína. Svo alsæl og sleppir helst ekki húfunni og sýnir hana hverjum sem vill og tilkynnir í leiðinni að mamma hennar hafi búið hana til :)

Hér er svo snúllan mín með Hello Kitty húfuna sína :)


Og hér sést húfan aðeins betur.

Og hér er svo húfan.


Ég notaði enga uppskrift, húfan varð bara til um leið og ég heklaði :) Ég notaði tvöfalt merino blend garn úr rúmfatalagernum.

Hér er svo linkur á fría prjónauppskrift af Hello Kitty húfu og Hér er linkur á fría uppskrift af heklaðri Hello Kitty húfu. Ég set svo linkana líka hér til hliðar á rétta staði :)


Monday, February 18, 2013

Komin á facebook :)

Nú er ég loksins búin að stofna facebook síðu fyrir prjónabloggið :) Ég held að sjálfsögðu áfram að pósta hérna inn og svo mun ég láta ykkur vita í gegn um facebook síðuna þegar ég set eittvhað nýtt hérna inn :)

Endilega kikið við og "líkið" við síðuna :)

Hér er linkurinn :)


Kv. Fríða

Sunday, February 17, 2013

Prjónað með perlum


Það eru eflaust til margar aðferðir til að prjóna með perlum, en hér er ein aðferð sem ég dat niður á þegar ég var að vafra um á netinu.


Alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt :)